sudurnes.net
Bæjarstjóri skutlaðist með rokkstjörnu í flug - Local Sudurnes
Rokkstjarnan Bruce Dickinson, söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar Iron Maiden er sannkallaður Íslandsvinur, en söngvarinn góðkunni hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Dickinson er lærður flugmaður og starfaði á tímabili fyrir forvera WOW-air, hið sáluga Iceland Express. Eins og flestir aðrir þurfa þekktir einstaklingar far á flugvöllinn þegar ferðalagi lýkur hér á landi og það átti við um Dickinson í morgun. Og kappinn datt heldur betur í lukkupottinn, því bílstjórinn að þessu sinni var enginn annar en bæjarstjóri Keflavík og Keflvíkingar -hópsins á Facebook, Sigurbjörn Arnar Jónsson, en kunnugir segja að öruggari atvinnubílstjóri finnist varla á landinu. Sigurbjörn, eða Sibbi, eins og hann er jafna kallaður, er forfallinn Elvis Presley aðdáandi sem hefur tekið ófáa slagarana eftir meistarann, sagðist í samtali við Suðurnes.net ekki hafa náð að taka lagið með Dickinson að þessu sinni, en hann stefni að því að ná því næst. Meira frá SuðurnesjumEd Force One á Keflavíkurflugvelli – Ferðinni heitið á EM í FrakklandiMest lesið á árinu: Ed Force One skutlaðist með starfsfólk Air Atlanta á EMBruce Dickinson: “Mun sakna Ed Force One” – Myndband!Gamalt og gott: Sibbi tekur Let´s Twist again – Myndband!Frakki á leið í LjónagryfjunaSamherji stefnir á 45 milljarða verkefni á SuðurnesjumLýsa yfir hættustigi AlmannavarnaTveir snarpir [...]