Nýjast á Local Suðurnes

Ýtti verslunareiganda eftir að hafa stolið dúnúlpu

Karlmaður var staðinn að því að stela dúnúlpu úr verslun í Keflavík. Eigandi verslunarinnar reyndi að stöðva hann þegar ljóst var í hvaða erindagjörðum hann var mættur en maðurinn ýtti honum þá frá sér, hljóp út úr versluninni og hvarf.

Þá var brotist inn í húsnæði og verkfærum stolið. Þau fundust svo í ruslagámi fyrir utan húsnæðið.