sudurnes.net
Yfirlýsing vegna álagningar gjalda - Sorphirðugjöld sökudólgurinn - Local Sudurnes
Suðurnesjabær hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna um álagningu gjalda í sveitarfélaginu, en töluverð umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um málið. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér fyrir neðan. Um álagningu gjalda hjá Suðurnesjabæ 01. mars 2024 Nokkur umræða hefur orðið um álagningu fasteignagjalda hjá Suðurnesjabæ þetta árið. Sú umræða hefur meðal annars verið tengd við umræðu og ákall aðila vinnumarkaðarins um að sveitarfélög stilli hækkunum gjaldskrár í hóf í baráttunni gegn verðbólgu. Álagningarhlutfall fasteignaskatts vegna íbúðarhúsnæðis í Suðurnesjabæ hefur ekki breyst frá fyrra ári, er það sama og þá eða 0,28% af fasteignamati viðkomandi fasteignar. Sama á við um fráveitugjöld. Hins vegar var vatnsgjald hjá vatnsveitunni í Sandgerði lækkað um 13,75% í þeim tilgangi að jafna sem mest vatnsgjöld í báðum byggðakjörnum. Hækkun á álögðum gjöldum er því komin til vegna þess að fasteignamat íbúðarhúsnæðis hefur hækkað og það á að endurspegla verðmæti viðkomandi fasteigna. Þegar Suðurnesjabær varð til eftir sameiningu sveitarfélaganna Sandgerðisbæjar og Garðs var álagningarhlutfall fasteignaskatts 0,4% árið 2019. Vegna hækkandi fasteignamats árin þar á eftir hefur álagningarhlutfallið verið lækkað í áföngum niður í 0,28%. Breytingar á fasteignamati eru á hverju ári mjög misjafnar eftir tegundum húsnæðis og eftir því hvar viðkomandi fasteign er staðsett, það [...]