sudurnes.net
Yfirlýsing Isavia vegna umfjöllunar um FLE - Local Sudurnes
Vigdís Hauksdóttir alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis deildi á Facebook síðu sinni grein af bloggsíðunni Fararheill.is og dró af henni ýmsar ályktanir um Isavia. Margar rangfærslur eru í grein Fararheilla sem virðist byggja á annað hvort röngum upplýsingum eða getgátum. Álagið hefur verið mikið undanfarið og að sjálfsögðu getur það bitnað á þjónustu. Starfsfólk Isavia fagnar uppbyggilegri gagnrýni og ábendingum en órökstuddum greinum byggðum á röngum forsendum eða getgátum er rétt að svara. Hér að neðan er farið yfir helstu staðreyndir málsins. Tekjur af verslun nauðsynlegar til sjálfbærrar uppbyggingar Breytingarnar sem gerðar voru á verslunar- og veitingasvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru hluti af stærri framkvæmd. Hún fólst í því að stækka öryggisleitarsvæðið umtalsvert, bæta flæði um verslunar- og veitingasvæðið og endurskipuleggja það. Þá voru samningar við rekstraraðila útrunnir og ákveðið að ráðast í valferli um rekstur verslana og veitingastaða. Í valferlinu var meðal annars lagt upp úr því að Isavia fengi sem mestar tekjur af verslunar- og veitingasvæðinu, enda eru þær tekjur nýttar til sjálfbærrar uppbyggingar flugvallarins. Þessar tekur eru því forsenda þess að hægt sé að byggja upp flugvöllinn í takt við farþegafjölgun. Álagstímar á öllum flugvöllum Allir flugvellir hafa sína álagstíma og iðulega eru lengri raðir á [...]