Nýjast á Local Suðurnes

Yfirlýsing frá VSFK vegna launahækkana hjá Reykjanesbæ

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að hækka laun sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að ákvörðunin sé eins og köld vatnsgusa í andlit félagsmanna VSFK, sem margir hverjir séu á meðal þeirra lægst launuðu hjá sveitarfélaginu. Þá segir að eftir hrun hafi verið skorið niður hjá almennum starfsmönnum svo gott sem alla aukavinnu og að sá niðurskurður hafi ekki gengið til baka og því sé stór hluti starfsmanna einungis með sín grunnlaun til að lifa af.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsinguna: