sudurnes.net
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun - Hefur áhrif á starfsemi sveitarfélaga og HSS - Local Sudurnes
Yfirgnæfandi meirihluti félaga í Starfsmannafélagi Suðurnesja samþykkti verkfallsboðun í kosninungu á dögunum. Verkfallsaðgerðir sem meðal annars munu hafa áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, munu hefjast mánudaginn 9. mars næstkomandi, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Aðgerðir munu fyrst um sinn verða tímabundnar en hafi ekki samist fyrir páska mun ótímabundið verkfall skella á. Rúmlega 86% félagsmanna sem starfa hjá Reykjanesbæ samþykktu verkfallsboðun og tæplega 70% félagsmanna sem starfa á HSS gerðu slíkt hið sama, en þátttaka í kosningu á meðal starfsmanna HSS var afar dræm eða rétt rúm 42%. Þá samtykktu rúmlega 90% starfsmanna Sveitarfélagsins Voga verkfallsboðun og 88% starfsmanna hjá Suðurnesjabæ. Í Grindavík samþykktu rétt rúm 70% verkfallsboðun. Starfsmannafélagið (STFS) er aðili að BSRB og eru félagsmenn um 750 og er félagið sjöunda stærsta aðildarfélag BSRB. STFS er aðili að fjórum kjarasamningum sem eru, við Launanefnd sveitarfélaga, ríkið vegna félagsmanna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, samtök atvinnulífsins vegna félagsmanna hjá Hitaveitu Suðurnesja. Meira frá SuðurnesjumLögðu hald á 42 kíló af fíkniefnum – “Gerir rúmlega 300 kíló af hörðum fíkniefnum á götum úti”Furða sig á seinagangi umhverfssviðsBréfamaraþon Amnesty International í Bókasafni ReykjanesbæjarOpna tjaldsvæði fyrir gestumDræm þátttaka í skuldabréfaútboði leigurisa – Stefna að reglulegum arðgreiðslumFleiri gestir heimsækja Bókasafn Reykjanesbæjar – Almennum útlánum fækkarNanna Bryndís [...]