Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 25% vilja íbúakosningu vegna kísilvers

Þjóðskrá hef­ur lokið sinni yf­ir­ferð á und­ir­skrift­um er safnað var til þess að krefjast íbúa­kosn­ing­ar um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi vegna fyr­ir­hugaðs kís­il­vers Thorsil. Sam­tals skrifuðu 2.697 ein­stak­ling­ar und­ir kröf­una um íbúa­kosn­ingu en það gera 25,3% af at­kvæðabær­um ein­stak­ling­um í Reykja­nes­bæ. Reykja­nes­bær ger­ir kröfu um að 25% íbú­ar bæj­ar­fé­lags­ins skrifi und­ir slíka söfn­un til þess að íbúa­kosn­ing­ar geti farið fram.

Þjóðskrá hef­ur nú sent ra­f­rænt bréf til allra þeirra sem skrifuðu und­ir til staðfest­ing­ar. Þeir sem til­heyra þeim hópi geta nálg­ast ra­f­ræna bréfið í póst­hólf­inu sínu á vefnum Ísland.is. Und­ir­skrift­un­um var safnað bæði rafænt á Ísland.is sem og á papp­ír.