sudurnes.net
Yfir 130 kvartanir vegna USi - Frá sömu aðilum mismunandi daga - Local Sudurnes
Yfir 130 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun vegna lyktarmengunar frá verksmiðju United Silicon í Helguvík, frá því ljósbogaofn verksmiðjunnar var gangsettur á ný fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Flestar kvartanir berast frá Heiðarhverfi. Nokkuð er um að sömu aðilar sendi inn kvartanir, á mismunandi dögum, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun, en þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum eru heildarfjöldi kvartana, en ekki er um að ræða heildarfjölda einstaklinga sem lagt hafa inn kvörtun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni hafa íbúar í Heiðrhverfi og gamla bænum í Keflavík sent inn kvartanir hvað oftast, auk þess sem nokkuð hefur verið um að kvartað sé undan lykt í hesthúsahverfinu á Mánagrund. Heimildir Suðurnes.net herma að ljósbogaofn verksmiðjunnar sé við það að ná kjörhita og við þær aðstæður ætti lyktarmengun að vera úr sögunni. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnSafnast saman við verksmiðju United Silicon og þeyta flauturVilja tvo milljarða frá United SiliconMagnús Garðarsson: ” Arion banki vill eignast allt félagið án þess að borga fyrir það”Leggja niður störf í Helguvík – Kísilver skuldar verktökum milljarðGrunaður um að hafa svikið yfir 500 milljónir króna út úr United SiliconHótuðu að hætta vinnu við kísilver í Helguvík – [...]