sudurnes.net
WOW-air býður upp á beint flug til Ísrael - Local Sudurnes
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túristi.is. WOW-air sótti um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir beint flug þaðan til ísraelsku borgarinnar í tengslum við gerð loftferðasamnings milli landanna tveggja. Sala flugsæta hefst á morgun samkvæmt tilkynningu frá WOW air og þar segir jafnframt að flogið verði fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Flugferðin héðan til Ben Gurion flugvallar í Tel Aviv mun taka um 7 klukkutíma. Meira frá SuðurnesjumTvö ísraelsk flugfélög fljúga á KEF í sumarReykjanesbær selur hlut í Bláa lóninuWizz Air þriðja umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli – 186% vöxtur á milli áraVinnumálastofnun lengir opnunartíma fyrir starfsfólk WOWVeðsetti Base hotel fyrir tæpan milljarðIsavia tapaði tæpum milljarði á fyrri helmingi ársins – Afkoman fyrir árið í heild verður í járnumVægi Icelandair á Keflavíkurflugvelli dregst saman þrátt fyrir stækkun á leiðakerfiBæta farangursflokkunarkerfi – Farþegar mæti þremur tímum fyrir flugÍ málarekstri við WOW vegna 31 milljóna króna skuldarVonast til að geta dregið stóran hluta uppsagna til baka