sudurnes.net
WOW-air býður frítt flug fyrir breska ríkisborgara sem vilja flytja til Íslands - Local Sudurnes
Breski miðill­inn Daily Star grein­ir frá því á vefsíðu sinni að WOW air bjóði fólki sem eru með breskt rík­is­fang og fljúga með WOW air til Íslands til að flytj­ast bú­ferl­um hingað til lands frítt flug. Þar seg­ir að þeir Bret­ar sem flytji til Íslands frá deg­in­um í dag og til 1. októ­ber og sanni það til dæmis með leigu­samn­ingi, staðfest­ingu á skóla­vist eða ráðninga­samn­ingi, fái flug­ferðina, ef ferðast var með WOW air, end­ur­greidda. Í grein Daily Star er bæði bent á lága glæpa- og morðtíðni hér á landi og að Ísland hafi jafn­framt verið valið eitt friðsæl­asta land heims síðustu sex árin – Mbl.is greindi frá þessu á vef sínum Bret­ar sem vilja not­færa sér fyr­ir­komu­lagið geta sent staðfest­ingu á bú­setu á Íslandi á net­fangið movingtoice­land@wow.is. Þurfa þeir að ætla að búa á Íslandi í að minnsta kosti ár til að fá ferðina end­ur­greidda. Meira frá SuðurnesjumSafnað fyrir skógjöfum fjórða árið í röð – Um 100 börn njóta góðs af söfnuninniÞekktar leikkonur bjóða upp á námskeið fyrir börn og unglinga í sumarFrítt í söfnin í sumarTil skoðunar að atvinnuleitendur fái frítt í sundEr þetta einfaldasta uppskrift í heimi? – Grillaðir humarhalarBörnin á Holti kunna öll trikkin í bókinni – Svona gerir [...]