Nýjast á Local Suðurnes

Wizz Air þriðja umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli – 186% vöxtur á milli ára

Hlutdeild Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur dregist saman á sama tíma og vægi WOW hefur aukist milli ára. Á eftir íslensku félögunum koma svo þrjú erlend flugfélög með álíka margar ferðir en að þessu sinni er það ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air sem er í þriðja sæti með 74 ferðir, þremur meira en easyJet. Í september í fyrra var Wizz Air í áttunda sæti.

Wizz Air flýgur í dag til Íslands frá 8 borgum í Austur-Evrópu, en samkvæmt ferðavefsíðunni til Túrista er eftirspurnin eftir flugi til Íslands mikil í ár. Fyrstu átta mánuði ársins flaug Wizz Air með 140 þúsund farþega á þessum leiðum, það jafngildir 186% vexti á milli ára. Til samanburðar má geta að Icelandair flaug með 2,8 milljónir farþega fyrstu átta mánuðina og með WOW air 1,9 milljónir.