Nýjast á Local Suðurnes

What happens in Vestman Islands, stays in Vestman Islands – Laufléttur Árni Árna

Tískueldun á fiski komst í fréttirnar í vikunni. Kokkur á veitingarstað í miðborginni var hálf hissa að þunguð kona kvartaði yfir lifandi hringormi í þorskinum sínum. Kokkurinn sagði að það þyrfti að elda fisk við 85° hita til að drepa allt líf í honum, en það eyðileggur hráefnið. Við íslendingar sporðrennum hráum fiski í tonna tali á hverju ári, enda sushi vinsælt snobbfóður. Tvö dæmi er um að ungt fólk hafi lent í því að kvikindin fjölguðu sér og byrjuðu að skríða upp í munn. Gaman að hnerra í vinnunni og það bara frussast út úr manni hringormar – hver er til í sleik ?

local

Árni Árnasson

Þvílíkur töffari hann Fjölnir Þorgeirs átrúnaðargoðið mitt. Hann bjargar ekki bara fólki og hestum úr hrakningum heldur er hann mikill húmoristi líka. Fjönir auglýsti rúmið sitt til sölu á dögunum undir fyrirsögninni „Rúm með reynslu“ – úr varð skemmtilegar athugasemdir þar sem gárungarnir skutu á kyntröll þjóðarinnar. Einn kastaði því fram að rúmið væri milljóna virði ef það gæti talað.

Ólafur Ragnar Grímsson kann svo á þjóðina. Pólitísku leikflétturnar hans í gegnum embættið sýna að sá gamli er alveg með þetta. Ég held að hann sé búinn að horfa á alla þættina af House of Cards og Scandal glottandi. Ekki liggur fyrir hvort hann gefi aftur kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Hann mun í rólegheitum greina frá því 1.janúar næstkomandi. Þjóðin verður þá með hann á milli tannanna restina af árinu. Gamli mun sjá hvernig hann skorar í könnunum – Ólafur stjórnar því umræðunni í rólegheitum, frá Bessastöðum. Miðað við umhirðuna við hús þeirra hjóna í Mosfellsdalnum þar sem ekki hefur verið slegið tún í sumar er engin ferðahugur í forsetanum, við þolum Ólaf í 24 ár er það ekki ?

Kjánalegasta fyrirsögn vikunnar var „mannleg mistök olli árekstrinum“ en þarna var fjallað um árekstur á seltjarnarnesi. Ég spyr bara eins og hálfviti, verða ekki nánast öll bílslys vegna mannlegra mistaka? Er það fréttnæmt að þarna áttu sér mannleg mistök?

Beinbrotin börn og fjársjúkir einstaklingar máttu víst bíða klukkustundunum saman á bráðamóttöku á meðan forsetafrúin fór framfyrir alla í röðinni til að fá plástur. Forsetafrúin okkar hrasaði víst í göngu með forsetanum og hróflaði á sér hendina þessi elska. Ég veit ekki með þetta, en svona tíðkast án efa víða erlendis. Ég sé ekki forsetafrú Bandaríkjanna sitjandi á biðstofunni innan um sótsvartan almúgann. Svo er spurning hvort forsetahjónin skelli sér ekki í verslunarleiðangur, það sakar ekki að eiga plástur á Bessastöðum.

Á meðan íslendingar þrátta um áfengissölu í verslunum og nú síðast um sölu áfengis á bensínstöðvum, er hafin framleiðsla á Austin Martin með „vínkjallara“ í skottinu. Þetta sýnir hvað við erum aftarlega á merinni og föst í forræðishyggjunni. Miðað við umræðurnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni mætti telja „að fyll‘nn“ fengi nýja merkingu. Ég man nú eftir léttu gríni úr gömlum sjónvarpsþætti þar sem Laddi fór á kostum þar sem vodkanum var hellt með tregt ofan í hann. Forsjárhyggjan var líka gegn litasjónvarpinu á sínum tíma, gegn sölu á bjór og svona má áfram telja. En litla skerið okkar í norðurhafi flýtur ennþá, alveg stórmerkilegt hvað við getum verið afturhaldssöm og samt erum við að bera okkur saman við nágrannaríkin – þegar það hentar hverju sinni.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sendir frá sér kaldar kveðjur fyrir þjóðhátíðarhelgina. Nú má ekki gefa upp upplýsingar um kynferðisafbrot til fjölmiðla sem eiga sér stað á hátíðinni. Segir þessi ágæta frú lögreglustjóri að það auðveldi þolendum að stíga fram og kæra, en skilaboðin eru samt í Guðana bænum ekki segja frá því í fjölmiðlum. What happens in Vestman Island, stays in Vestman Island. Hristið þetta af ykkur og grjóthaldið kjafti – er mín túlkin á þöggun eyjamanna í þeirra ímyndasköpun sem greinilega er í fókus þetta árið.

Nýjasta megrunaræðið vestanhafs er að fara í snögg-frystingu. Þú stendur í einhverju tæki sem blæs miklum kulda á líkamann og þetta á víst að svínvirka á aukakílóin. Ég er að sjálfsögðu farinn að sofa í frystikistunni, verð orðinn skinny bitch fyrir jól.

Góða skemmtun um verslunarmannahelgina