sudurnes.net
Vöruverð of hátt og Samkaupsfólk heldur til fundar - Local Sudurnes
Forsvarsfólk Suðurnesjafyrirtækisins Samkaupa mun halda austur til Norðfjarðar í janúar til að ræða framtíðarfyrirkomulag verslunar þar, en fyrirtækið rekur einu dagvöruverslunina í bænum, Kjörbúðina. Íbúar á svæðinu hafa talið vöruverð vera of hátt og stofnað til undirskriftasöfnunar af því tilefni. Það er Austurfrétt sem greinir frá þessu á vef sínum og ræðir við Guðröð Hákonarson, sem farið hefur fyrir undirskriftasöfnuninni. “Það er ekkert leyndarmál að það er ákveðin óánægja með fyrst og síðast vöruverðið. Þess vegna viljum við kanna hvort möguleiki sé að fá ódýrari verslun. Við vitum að talsvert af fólki fer héðan til að versla í lágvöruverslunum í kringum okkur,“ segir Guðröður í spjalli við miðilinn. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa, segist ánægð með að fá tækifæri að ræða við íbúa Norðfjarðar um hvernig betur megi mæta þeirra þörfum og kröfum með Kjörbúðinni og vera tilbúin að mæta ákalli Norðfirðinga um nánara samtal. Meira frá SuðurnesjumGuðbrandur: “Hægt að hætta við verkefnið sé andstaða íbúa mikil”Þroskahjálp og Sandgerðisbær semja um rekstur bygginga fyrir fólk með fötlunDagbjörg dælir nesti í viðbragðsaðila – Þakklátar fyrir styrki frá fyrirtækjumLitla gula hænan sýnd við grunnskólann í SandgerðiÍbúar þreyttir á lausagöngu katta – Eiganda ber að greiða tjón sem kettir valdaFormaður bæjarráðs [...]