Nýjast á Local Suðurnes

Von á fárviðri á sunnanverðu landinu um miðjan dag á mánudag

Vaxandi austanátt er spáð á landinu á morgun, víða ofsaveður eða fárviðri síðdegis og um kvöldið, fyrst sunnan til á landinu. Talsverð eða mikil slydda eða rigning fylgir veðrinu. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt spákortum Veðurstofunnar má búast við að vindur á Suðurnesjum fari vel yfir 20 m/s.

Á heimasíðu Almannavarna Ríkislögreglustjóra er fólk  hvatt til að fara varlega:

Veðurspáin frá Veðurstofunni fyrir morgundaginn er vægast sagt svakaleg og nú er gert ráð fyrir að flestir íbúar landsins muni finna fyrir því. Fárviðri mun skella á sunnanvert landið fljótlega eftir hádegið (um kl 14:00-15:00) 7. desember og seinni hluta dagsins má gera ráð fyrir ofsaveðri annars staðar á landinu(um klukkan18:00-19:00) og ekkert ferðaveður. Spáin nú er mun verri en síðasti hvellur og hvetjum við alla til að fylgjast vel með veðri og færð. Sjá nánar á www.almannavarnir.is , www.vedur.is ogwww.vegagerdin.is