Nýjast á Local Suðurnes

Vogar í plús á næsta ári – Leggja göngustíg og endurnýja götur

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í vikunni fjárhagsáætlun næsta árs, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 – 2023. Gert er ráð fyrir að rekstur samstæðunnar skili 37 milljóna króna afgangi á næsta ári.

Nokkuð verður um framkvæmdir í sveitarfélaginu, en áfram verður haldið við að endurnýja götur og yfirborð þeirra og gert ráð fyrir lagningu göngu- og hjólreiðastígar milli Voga og Brunnastaðahverfis. Þá verður ráðist í gerð könnunar á fýsileika þess að leggja hitaveitu í dreifbýlið á Vatnsleysuströnd. Fjárhagsáætlunin ber að öðru leyti þess merki að reksturinn er í þokkalegu jafnvægi, segir bæjarstjórinn, Ásgeir Eiríksson í pistli á heimasíðu sveitarfélagsins.