sudurnes.net
Vísir hefur vinnslu í Helguvík - Local Sudurnes
Útgerðarfélagið Vísir í Grindavík mun hefja saltfiskuvinnslu í Helguvík í næstu viku. Starfsmenn útgerðarfélagsins fengu leyfi til að fara inn í Grindavík í dag til að bjarga afurðum og flytja tæki, en samkvæmt frétt á vef RÚV töldu Almannavarnir best að þessum flutningum yrði lokið í dag svo þungaflutningarnir stæðu ekki yfir þegar íbúar fá að vitja heimila sinna á morgun. Þótt svo saltfisklínan hafi verið flutt breytir það engu um getu Vísis til að hefja starfsemi aftur í Grindavík um leið og leyfi fæst til þess, segir framkvæmdastjóri Vísis, í samtali við fréttastofu RÚV, enda hinar sjö línurnar á sínum stað. Framkvæmdastjórinn segir aðgerðirnar tvíþættar. Annars vegar hafi þeir flutt burt afurðir sem voru unnar áður en bærinn var rýmdur og voru tilbúnar til útflutnings og hinsvegar flutningur á framleiðslulínu af saltfiski yfir í Helguvík sem verður sett í gang í næstu viku. Markmiðið er að bjarga fyrir horn vertíðinni í saltfiski. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkFlug á milli Keflavíkur og Akureyrar: Sjö af hverjum tíu eru útlendingarRisa verslunarmiðstöð Kaupfélags Suðurnesja í biðstöðuTúnfiski landað í Grindavík – “Strákarnir eru orðnir svakalega flinkir við þetta”Kísilver í fjárhagskrísu – Magnús yfirgefur stjórn USi og óvissa um fjármögnun [...]