Nýjast á Local Suðurnes

Virðast seint ætla að átta sig á að flugeldasprengingar eru stranglega bannaðar

Sumir virðast seint ætla að átta sig á að flugeldasprengingar eru stranglega bannaðar frá og með 7. janúar. Í gærkvöld var flugeldum hent inn í garð hjá íbúa í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og var það raunar í annað skiptið í gær sem það gerðist.

Þá var lögreglu einnig tilkynnt um að verið væri að henda flugeldum út úr bifreið sem var á ferð í umdæminu. Lögreglumenn höfðu upp á viðkomandi sem viðurkenndi ekki verknaðinn en kvaðst þó ætla að hætta þessu. Hann var ekki orðinn 18 ára og var því forráðamönnum hans tilkynnt um atvikið.

Lögregla ítrekar að stranglega er bannað að skjóta upp flugeldum á þessum tíma árs.