Nýjast á Local Suðurnes

Vinnuslys í fjarnámi hjá Keili

Fjallað verður um orsakir og tíðni vinnuslysa og helstu forvarnir til að koma í veg fyrir þau á námskeiði um vinnuslys sem Keilir stendur fyrir og fer fram í fullu fjarnámi þann 22. apríl næstkomandi. Hugmyndafræði „Safety 2“ er kynnt stuttlega en það er ný nálgun á því hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys.

Námskeiðið um vinnuslys fer fram í fullu fjarnámi. Nokkrum dögum áður en námskeiðið hefst fá nemendur senda fyrirlestra og lesefni sem þeir kynna sér. Þátttakendur sækja síðan kennslu sem verður send út í fjarfundarbúnaði miðvikudaginn 22. apríl. Kennslan byggist upp á fyrirlestri, myndum og spurningum. Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk allra vinnustaða sem vilja reyna að koma í veg fyrir vinnuslys og bæta hjá sér  vinnuumhverfið,