Nýjast á Local Suðurnes

Vinnuskólinn og FS í samstarf – Nemendur vinna verkefni tengd iðngreinum

Næstu daga munu nemendur Vinnuskóla Reykjanesbæjar taka þátt í spennandi verkefni þar sem nemendurnir fá að heimsækja verknámssmiðjur FS. Um er að ræða samstarfsverkefni Vinnuskólans í Reykjanesbæ og Fjölbrautaskólans.

Í þessu verkefni fara nemendur Vinnuskólans í verknámssmiðjur í FS, þar sem þau reyna á eigin skinni að vinna verkefni tengd þessum iðngreinum og fá þannig góða innsýn í fjölbreytt störf tengd smiðjunum. Tilgangurinn er að kynna verknámið, auka áhuga nemenda og aðstoða þau við að velja námsleiðir eftir þeirra áhugasviði.

Nokkur fyrirtæki og félög hafa styrkt við verkefnið, þar á meðal Isavia, ÍAV og Verslunarmannafélag Suðurnesja.