sudurnes.net
Vinna eftir aðgerðaáætlun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd - Local Sudurnes
Vinnumálastofnun og Reykjanesbær hafa unnið aðgerðaáætlun vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu á vegum Vinnumálastofnunar. Áætlunin samanstendur af 16 aðgerðum sem fela meðal annars í sér margs konar tómstundaúrræði fyrir fólk á öllum aldri og opnun virknimiðstöðvar undir heitinu Klúbburinn. Miðstöðin verður í húsnæði sem áður hýsti Officera-klúbbinn á Ásbrú og þar verður boðið upp á námskeið, smiðjur og fjölbreytta dagskrá. Samhliða mun Vinnumálastofnun leitast við að draga eins og kostur er úr dvöl umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ. Aðgerðir eru þegar hafnar samkvæmt áætluninni og hafa börn umsækjenda um alþjóðlega vernd meðal annars sótt tómstundanámskeið nú í sumar sem Vinnumálastofnun kom á fót á Ásbrú. Námskeiðin hafa mælst vel fyrir og þátttaka verið afar góð en daglega hafa á bilinu 60-70 börn tekið þátt. Barna og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur séð um yngri hópinn, börn 6-10 ára, og meðal annars haft körfubolta á dagskrá, föndur og margs konar leiki. Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur séð um eldri krakkana, 11-16 ára, og meðal annars farið með þeim í fótbolta, blak og margs konar hreyfingu utandyra. Önnur aðgerð í áætluninni sem er þegar hafin snýr að samgöngumálum og er ætlað að mæta auknu álagi á almenningsamgöngur frá Ásbrú og niður í miðbæ [...]