sudurnes.net
Vímuð og drukkin handtekin eftir ógætilegan akstur á vespu - Local Sudurnes
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni sem ók mjög ógætilega á vespu. Viðkomandi reyndist vera svipt ökuréttindum, auk þess sem hún játaði áfengisneyslu og var grunuð um neyslu fíkniefna. Konan var handtekin og færð á lögreglustöð. Enn einn ökumaðurinn framvísaði ökuskírteini í viðræðum við lögreglumenn. Við athugun kom í ljós að sá hinn sami hafði verið sviptur ökuréttindum fyrir löngu en ekki skilað skírteininu inn. Það var því haldlagt. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnGeislavirk spilliefni við ReykjanesvirkjunBrenna og flugeldasýning á þrettándagleðiMiðasala hafin á Söngvaskáld 2017 – Síðast komust færri að en vilduStal golfbúnaði og stakk upp í sig poka af kannabisRýmri tími fyrir GrindvíkingaLokanir á Reykjanesbraut vegna fylgdar varaforseta BandaríkjannaLítil mengun á Flugvöllum – Svæðið klárt til byggingarframkvæmdaSuðurnesjamenn flykkjast í verslanirMikill áhugi á Græna iðngarðinum í Helguvík