Nýjast á Local Suðurnes

Vímuð og drukkin handtekin eftir ógætilegan akstur á vespu

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni sem ók mjög ógætilega á vespu. Viðkomandi reyndist vera svipt ökuréttindum, auk þess sem hún játaði áfengisneyslu og var grunuð um neyslu fíkniefna. Konan var handtekin og færð á lögreglustöð.

Enn einn ökumaðurinn framvísaði ökuskírteini í viðræðum við lögreglumenn. Við athugun kom í ljós að sá hinn sami hafði verið sviptur ökuréttindum fyrir löngu en ekki skilað skírteininu inn. Það var því haldlagt.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.