Nýjast á Local Suðurnes

Villtust í svartaþoku við Fagradalsfjall

Björgunarsveitin Þorbjörn kom tveimur ferðamönnum til bjargar um miðnætti við Fagradalsfjall.

Ferðamennirnir höfðu villst í svartaþoku á svæðinu og kölluðu eftir aðstoð um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi þar sem þeir sáu ekki handa sinna skil og rötuðu ekki til baka.

Það var svo um miðnætti að vel útbúið björgunarsveitarfólk, vopnað öflugum ljósum og GPS tækjum fann hina týndu í grennd við gönguleið B. Fólkinu var þá orðið kallt og þau orðin mjög hrædd þrátt fyrir að vera nokkuð vel útbúin og vel klædd. Vel gekk að koma fólkinu niður af fjallinu og til byggða aftur, segir í tilkynningu.

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn