Nýjast á Local Suðurnes

Vill kyrrsetningu á eignum Magnúsar – 150 milljóna króna einbýlishús tekið úr sölu

Stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra kísilversins, hér á landi. Beiðnin er lögð fram hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Frá þessu er greint á Vísi.is, en í umfjöllun miðilsins kemur fram að einbýlishús Magnúsar í Kópavogi, sem Suðurnes.net greindi frá að auglýst væri til sölu hefur verið tekið úr auglýsingu. Húsið er 304 fermetrar að stærð og var ásett verð 150 milljónir króna.

Í umfjöllun Vísis kemur einnig fram að ekki hafi fengist upplýsingar um hvaða eignir Magnúsar hér á landi um er að ræða eða hvort embættið hafi tekið efnislega afstöðu til kyrrsetningarbeiðninnar.