Nýjast á Local Suðurnes

Vill afsökunarbeiðni frá formanni bæjarráðs

Gunnar Felix Rúnarsson væntir þess að fá afsökunarbeðni frá formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar, Friðjóni Einarssyni, vegna umræðu um launahækkanir sviðsstjóra Reykjanesbæjar.

Friðjón hefur haldið því fram að launahækkanirnar hafi verið samþykktar af fulltrúa Miðflokksins í bæjarráði, sem í þessu tilfelli var Gunnar Felix, en hann sat umræddan fund sem varamaður. Gunnar Felix vísar þessu á bug í grein á vef Miðflokksins og segist einungis hafa samþykkt að gengið yrði til samninga við sviðsstjóra á grundvelli kjara- og lífskjarasamninga. Gunnar vísar í fundargerðir bæjarráðs máli sínu til stuðnings.