sudurnes.net
Vill að veikindaleyfi yfirmanna hjá lögreglu verði tekin til skoðunar - Local Sudurnes
Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikinda­leyfi yfir­lög­fræðings em­bættisins og mann­auðs­stjóra em­bættisins, verði skoðuð nánar af Dómsmálaráðu­neytinu. Yfirlögfræðingurinn og mannauðsstjórinn hafa verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í bréfi sem lög­maður Ólafs Helga sendi til ­ráðu­neytisins, en greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins, sem hefur umrætt bréf undir höndum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að skoðun á læknisvottorðum tveggja yfirmanna hjá embættinu sem hafi verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur hafi leitt í sljós að annað þeirra hafi fengið svo­nefnt „eftir­ávott­orð“ læknis út­gefið sem mun ekki standast reglur. Trúnaðar­læknir hefur því neitað að taka það vott­orð gilt. Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að hinn aðilinn hafi skilað inn gildu vottorði. Meira frá SuðurnesjumHöfða til erlendra verkamanna í stjórnarkjöriSérreglur um úthlutanir í Dalshverfi – Lóðir fara í útboðFólkið sem býður sig fram til stjórnar VS – Litlar upplýsingar að fá um framboð B-listaStrætóakstur í Reykjanesbæ verður boðinn út afturMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnFá ekki að kaupa Plastgerð Suðurnesja – Ekki hægt að koma í veg fyrir samkeppnishamlandi áhrifBrú Emerald vill leggja ljósleiðara frá Grindavík að ÁsbrúNexis vill stuðla að bættri líðan með því að nýta vinnutíma [...]