sudurnes.net
Vilja viðræður við KSÍ um þjóðarleikvang - Local Sudurnes
Fulltrúr Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar lögðu fram bókun þess efnis að hafnar verði viðræður við KSÍ um byggingu þjóðarleikvangs í sveitarfélaginu. Í máli Sjálfstæðismanna kom fram að Reykjanesbær gæti lagt fram landsvæði og uppbygging orðið í samvinnu við einkaaðila. Bókunin í heild: „Reykjanesbær þarf að setja upp metnaðarfulla langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja og setja fram tímasettan aðgerðalista þannig að farið sé eftir áætluninni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að bæjarstjóra verði falið að leitast eftir viðræðum við KSÍ um byggingu þjóðarknattspyrnuleikvangs í Reykjanesbæ, en nú eru nokkur önnur bæjarfélög á höttunum eftir að fá þessa höll til sín. Reykjanesbær gæti lagt fram landsvæði og uppbygging orðið í samvinnu við einkaaðila. Mikill kostur er að hafa slíkan þjóðarleikvang nálægt alþjóðaflugvelli. Þjóðarknattspyrnuleikvöllur mun styðja við íþróttastarf í Reykjanesbæ. Mikilvægt er að vinna þannig til framtíðar og að við stöndum undir nafni sem íþróttabær.“ Meira frá SuðurnesjumIsavia býst við að röskun verði á millilandaflugi í dagSkipuleggja mótmæli við ReykjanesbrautSuðurnesjakonur í stjórnmálum skrifa undir #Metoo áskorunGillinn rekur vandræðin með tveggja metra regluna í stórskemmtilegu lagi – Myndband!Hvasst í hviðum á morgun – Stormviðvörun frá VeðurstofuRáðherra vill móttökubúðir fyrir flóttafólk sem næst landamærunumHafnsögumamaður kvíðir ekki sjóprófum – “Allskonar sögur fara af stað”Einar Orri og Kristrún Ýr leikmenn [...]