sudurnes.net
Vilja upplýsingar um verklag við snjómokstur - Local Sudurnes
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa óskað eftir upplýsingum um framkvæmd snjómoksturs í sveitarfélaginu. Mjög krefjandi aðstæður sköpuðust í lok desember sökum gríðarmikillar snjókomu og óveðurs. Töluvert hefur borið á óánægju á meðal bæjarbúa með mokstur og hreinsun á snjó í kjölfarið, meðal annars í umræðum í Íbúahópum á samfélagsmiðlum. Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta fundi bæjarstjórnar í heild sinni: „Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir upplýsingum um hvert verklag umhverfissviðs er vegna snjómoksturs í Reykjanesbæ, hvers konar samningar eru í gangi við verktaka á svæðinu og hvernig þessi vetur hefur gengið. Við óskum eftir að þetta fái umræðu í umhverfis- og skipulagsráði og að bæjarstjóri gefi skýrslu um málið á næsta bæjarstjórnarfundi.“ Meira frá SuðurnesjumReykjanesbær mótar stefnu um notkun samfélagsmiðlaVilja breyta netaverkstæði í gistiheimiliUndirskriftalisti varðandi íbúafund fær dræmar undirtektirVilja funda vegna flóttamanna – Engin sveitarfélög sýnt áhuga á að sinna þessu verkefniLobster-Hut vill að Suðurnesjamenn fái að kynnast besta skyndibitanumFöstudagsÁrni: Er ekki alveg örugglega 21. öldin?Vilja endurskoða samninga vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega verndSamningar við kröfuhafa sigla í strand – Ekki óskað eftir fjárhaldsstjórnIsavia ber að afhenda Kaffitári gögnNáðu að lenda en farþegar fá ekki að fara frá borði