sudurnes.net
Vilja upplýsingar um tafir á sorphreinsun - Local Sudurnes
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafa óskað eftir upplýsingum varðandi tafir á sorphreinsun í sveitarfélaginu, en miklar umræður hafa farið fram á samfélagsmiðlum undanfarið varðandi tafir á sorphreinsun, en samkvæmt umræðum hafa tafir orðið í flestum hverfum. Spurningar fulltrúa flokksins má sjá hér fyrir neðan: „Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir upplýsingum um sorphreinsun í Reykjanesbær fyrir jól og fram til dagsins í dag og að bæjarstjóri komi þessum spurningum á framfæri við framkvæmdastjóra Kölku. 1. Vegna óveðurs fór hreinsun sorps í Reykjanesbæ úr skorðum. Hversu mikil seinkun var á hreinsun sorps á þeim stöðum sem ekki var um ófærð að sorpílátum að ræða?2. Er eðlilegt að það líði fjórar vikur á milli þess sem sorp er ekki tekið, á stað þar sem snjór er ekki fyrirstaða þ.e. að íbúar hafa hreinsað frá sorpílátum?3. Hvað annað en ófærð veldur þessari miklu seinkun á sorphreinsun?“ Meira frá SuðurnesjumÞjóðverjar æfa á Eurofighter Typhoon orrustuþotum hér á landiSkipta út lögnum – Íbúar sýni biðlundViðvörunarskilti sett upp við ReykjanesbrautÓska skýringa frá sorphirðuverktakaTaka ekki afstöðu til fullyrðinga um skemmtanahald íbúa bæjarfélagsins á eigin heimiliFlugherinn kannar möguleika á byggingu vöruhúsaVilja reka tjaldsvæði að evrópskri fyrirmynd – Hægt verði að bóka gistingu fyrirframFara vel yfir sorphirðumál yfir hátíðir og leggja [...]