sudurnes.net
Vilja takmarka lausagöngu hunda og banna lausagöngu katta - Local Sudurnes
Lausaganga hunda og katta var til umræðu á fundi umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur á dögunum, en nefndinni bárust erindi varðandi þessi mál. Nefndin þakkaði fyrir erindin og lagði til að bætt verði úr merkingum þar sem lausaganga hunda er bönnuð. Þá var samþykkt að óska eftir viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun svo koma megi upp hundagerði sem fyrst. Nefndin fór ítarlega yfir mál er varða lausagöngu katta og tekur undir þær áhyggjur sem íbúar hafa af ónæðinu sem því fylgir. Nefndin skoðaði samþykktir hjá Norðurþingi þar sem lausaganga katta er bönnuð og fól upplýsinga- og markaðsfulltrúa að kanna hvernig þeirri samþykkt væri framfylgt. Þá var óskað eftir því að gerð verði frétt á vefsíðu bæjarins með vinsamlegum tilmælum til þeirra sem eiga ketti. Meira frá SuðurnesjumÓska skýringa frá sorphirðuverktakaBæjarstjóri ræðir við eigendur skemmtistaða vegna kvartanaSkoða möguleika á aðkomu íbúa að frekari uppbyggingu kísilvera í HelguvíkUndirskriftalisti varðandi íbúafund fær dræmar undirtektirVill skýringar á aukakostnaði bæjarráðs – “Þurfa ekki að fá greitt fyrir hvert viðvik”Reynt verður að lágmarka ónæði vegna flugumferðar yfir byggðir ReykjanesbæjarBæjaryfirvöld í Reykjanesbæ munu leggja traust sitt á eftirlitsstofnanirÓska eftir heimild til þróunar á stórum byggingareitVilja funda vegna flóttamanna – Engin sveitarfélög sýnt áhuga á að sinna þessu verkefniReykjanesbær óskar eftir frekari [...]