Nýjast á Local Suðurnes

Vilja öll gagnaver á einn stað – Hvinur frá starfseminni truflandi fyrir íbúa

Töluverður hávaði eða hvinur sem berst frá starfsemi gagnavera sem staðsett eru við Fitjar í Reykjanesbæ virkar truflandi fyrir íbúa í Tjarnahverfi. Hvinurinn er undir viðmiðunarmörkum heilbrigðisreglugerðar og skilmálum skipulags, en unnið er að úrbótum vegna hljóðmengunarinnar.

Þetta kemur fram í bréfi umhverfis og skipulagsráðs Reykjanesbæjar til stjórnar Reykjaneshafnar, en stjórnin óskaði eftir rökstuðningi ráðsins vegna höfnunar á umsókn fyrirtækisins Airport city á lóðum undir gagnaver í Helguvík. Í rökstuðningnum kemur fram að þar sem lóðirnar í Helguvík eru í sambærilegri fjarlægð frá íbúðabyggð og lóðirnar við Fitjar þá leggst umhverfis- og skipulagsráð gegn því að sambærilegri starfsemi sé komið fyrir víðar í bæjarfélaginu en nú er, nema önnur og hljóðlátari kælitækni komi til.