sudurnes.net
Vilja leiðtoga í bæjarstjórastólinn - Local Sudurnes
Grindavíkurbær hefur auglýst starf bæjarstjóra laust til umsóknar og er gert ráð fyrir að viðkomandi starfi út yfirstandandi kjörtímabil. Umsækjendur þurfa að búa yfir ýmsum eiginleikum sem nýtast munu við starfið, meðal annars mun vera kostur að vera búinn leiðtogahæfileikum. Auglýsinguna er að finna hér fyrir neðan: Verksvið bæjarstjóra er m.a: • Ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð • Ábyrgð á og stjórnun daglegs reksturs • Samskipti við hagsmunaaðila • Framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar • Þátttaka í uppbyggingu samfélagsins Menntunarkröfur og reynsla: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri skilyrði • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur • Reynsla af vinnu við og eftirfylgni stefnumótunar Lykileiginleikar bæjarstjóra eru: • Leiðtogahæfileikar • Stefnumótandi hugsun og áhugi á uppbyggingu samfélagsins • Frumkvæði og metnaður sem og mjög góðir samskiptahæfileikar Grindavík er 3.300 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Íbúafjölgunin er um 25% undanfarin 10 ár. Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu og Bláa lónið, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í anddyri bæjarins. Grindavík leggur áherslu á fjölskyldugildi, er [...]