sudurnes.net
Vilja Landhelgisgæsluna á Suðurnesin - Tillagan lögð fram í sjötta sinn - Local Sudurnes
Þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Oddný G. Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að starfsemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt til Suðurnesja. Þetta er í sjötta sinn sem tillagan er lögð fram, en hún hefur aldrei náð fram að ganga. Þingmennirnir benda á að hægt sé að koma allri starfseminni fyrir á Keflavíkurflugvelli með hagkvæmum hætti, auk þess sem hafnaraðstaða sé góð á Suðurnesjum fyrir varðskip Landhelgisgæslunnar og benda á Keflavíkurhöfn, Njarðvíkurhöfn og höfnina í Helguvík máli sínu til stuðnings. Hagkvæmnisathugun sem gerð var árið 2011 á kostnaðinum við flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin leiddi í ljós mikinn kostnað við verkefnið, en flutningsmenn tillögunnar segja niðurstöðurnar umdeildar og útgjaldaþætti háða óvissu. Þá voru starfsmenn Landhelgisgæslunnar ósáttir við mögulegan flutning starfseminnar á sínum tíma, en Silja Dögg segir í umræðum á Facebook-síðu sinna að hún hafi heimildir fyrir því að óánægja á meðal starfsmanna með flutning hafi minnkað. “Ég hef heimildir fyrir því að starfsmenn LHG séu ekki eins andvígir og þeir voru 2008. Nú þegar starfa tugir starfsmanna suðurfrá. Þeir sem eru á sjó, geta í sjálfu sér búið hvar sem er á landinu. Styttir útkallstími á sjó frá Njarðvík en Reykjavík. Gert er ráð fyrir að gerð verði [...]