Nýjast á Local Suðurnes

Vilja funda vegna flóttamanna – Engin sveitarfélög sýnt áhuga á að sinna þessu verkefni

Fjöldi hælisleitenda býr á á Ásbrú

Velferðarráð Reykjanesbæjar fundaði með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga um verklag Útlendingastofnunar við að velja sveitarfélög sem hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd. Á fundinum kom meðal annars fram að engin sveitarfélög hafi sýnt því áhuga að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd

Á fundinum kom meðal annars fram að sveitarfélög hafi enga aðkomu að vali á staðsetningu og að svo virðist sem ekki sé tekið tillit til annarra þátta en fjárhagslegs hagkvæmis fyrir ríkið og nálægðar við höfuðborgina varðandi tengslin við Útlendingastofnun.

Velferðarráð segir nýjasta dæmið vera leigu Útlendingastofnunar á húsnæði á Ásbrú, Reykjanesbæ, en sami háttur hefur verið hafður á á höfuðborgarsvæðinu. Önnur sveitarfélög á Íslandi virðast undanskilin og/eða hafa ekki, að því er velferðarráð best veit, sýnt neinn áhuga á að sinna þessu verkefni, þ.e. þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ráðið telur að það fyrirkomulag sem er viðhaft í dag sé óásættanlegt og nauðsynlegt sé að bregðast við svo það haldi ekki áfram í óbreyttri mynd. Mikilvægt er að halda þessu samtali áfram og að settar verði reglur varðandi úrræði og aðkomu annarra sveitarfélaga. Velferðarráð mun í framhaldinu óska eftir fundi með dómsmálaráðuneytinu um þessi mál.