Nýjast á Local Suðurnes

Vilja fjölga íbúðum um 17 á lóð við Tjarnabraut

Eigendur lóðar við Tjarnabraut 6 í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar hafa farið þess á leit við Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins að nýtingahlutafalli lóðarinnar verði breytt þannig að íbúðum verði fjölgað um allt að 17 íbúðir.

Verði breytingarnar að veruleika mun byggingarreitur lóðarinnar minnka um 97 fermetra og nýtingahlutfall fer úr 0,40 í 0,46. Óskað er eftir leyfi til að fjölga íbúðum um allt að 17, eða að íbúðafjöldi fari úr 14-15 og verði 31. Gert er ráð fyrir að bílastæðum innan lóðar verði fjölgað til samræmis í óbreyttu bílastæðahlutfalli.

Umhverfis- og skipulagsráð frestaði erindinu að sinni og óskaði eftir nánari gögnum.

Ráðið hefur tvisvar sinnum hafnað óskum frá eigendum lóða við Tjarnabraut 2-4 um breytingu á samþykktu deiliskipulagi þar sem óskað var eftir að íbúðum yrði fjölgað um 12, síðast í september síðastliðnum. Ekki var gefin frekari skýring á þeirri höfnun, en eigendur lóðanna sem áður hafa reynt að fá skipulagi á reitunum breytt í þeim tilgangi að fjölga íbúðum og fækka bílastæðum töldu fulltrúa ráðsins vera of þreytta eða fundist málið of flókið og því hafnað beiðninni á þeim tímapunkti.