Nýjast á Local Suðurnes

Vilja ekki að Loftorka malbiki á Reykjanesi

Mynd: Facebook / Loftorka

Forsvarsmenn Stopp hingað og ekki lengra! hópsins, sem barist hefur fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar undanfarin ár hafa sent forstjóra Vegagerðarinnar bréf þess efnis að ekki verði notast við verktakafyrirtækið Loftorku og efni frá Malbikunarstöðinni Höfða við verkefni á Reykjanesi.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hópsins í kjölfar banaslyss sem varð á Kjalarnesi þann 28. júní síðastliðinn. Slysið má rekja til malbiks sem notað var við framkvæmdir á veginum. Í færslunni segir einn af forsvarsmönnum hópsins meðal annars:

Okkur er annt um mannslíf vegfarenda hér suður með sjó sem og allra landsmanna og erlendra gesta okkar.

Þetta er ekki eitthvað grín sem hægt er að slá á putta og lofa að gera ekki aftur.

Nýlögð klæðning var á vegarkaflanum þar sem ökumaður og farþegi bifhjóls létustí árekstri við húsbíl og telur Vegagerðin að klæðningin uppfylli ekki skilyrði, en mikil hálka myndaðist á veginum. Verktakafyrirtækið Loftorka sá um lagningu klæðningarinnar og malbikunarstöðin Höfði framleiddi malbikið sem notað var.