Nýjast á Local Suðurnes

Vilja breyta netaverkstæði í gistiheimili

Netaverkstæði Suðurnesja hefur óskað eftir því við Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að fyrirtækið fái leyfi til að breyta verslunar- og skrifstofurými í húsi sínu Brekkustíg 41 í gistirými samkvæmt gögnum sem lögð vorur fyrir á fundi ráðsins á dögunum.

Húsnæðið er á miðsvæði samkvæmt aðalskipulagi og sér ráðið ekki að þessi breyting valdi neikvæðri breytingu í umhverfinu og var hún því samþykkt með vísan til 44. greinar skipulagslaga 3. mgr.