sudurnes.net
Vilja bara piss, kúk og klósettpappír - Local Sudurnes
Úrgangur í fráveitu er ekki einungis vandamál í Reykjanesbæ heldur alls staðar á landinu. Auk þess að valda skaða á umhverfinu og rekstri fráveitukerfa, verða sveitarfélög fyrir miklum kostnaði þegar hreinsa þarf dælur og farga úrgangi sem berst í fráveitukerfin. Það erum jú við sem greiðum fyrir þjónustu við fráveiturnar – því meiri úrgangur, því meiri hreinsun þarf með tilheyrandi kostnaði. Þegar álag er mikið aukast einnig líkur á bilunum í búnaði þannig að skólp fer óhreinsað út í sjó sem getur valdið hættu bæði fyrir menn og dýr. Þá hafa húslagnir einnig stíflast vegna blautklúta, en þá lendir kostnaður við úrbætur sem og óþægindi á íbúum og eigendum. Verkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu og er markmið þess að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið okkar. Með því að standa saman höfum við tækifæri til að breyta hegðun okkar til langs tíma. Grípum tækifærið, gerum þetta rétt og verum með!Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðunni www.klosettvinir.is ‍VISSIR ÞÚ að: Hver einstaklingur notar að meðaltali 140 lítra af vatni á dag.Blautþurrkan er martröð í pípunum og eitt helsta vandamálið. [...]