Nýjast á Local Suðurnes

Vilja að tækjabíll slökkviliðsins sé kallaður út í öll umferðaróhöpp

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar hefur verið falið að beina þeim tilmælum til slökkviliðsstjóra slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja að tækjabíll slökkviliðs verði ávallt kallaður út þegar óhöpp verða á Grindavíkurvegi.

Þetta kom fram á fundi Umhverfis- og ferðamálanefndar Grindavíkur sem haldinn var á dögunum. Um er að ræða varúðarráðstöfun þar sem vatnsverndarsvæði í lögsögu bæjarins er í námunda við Grindavíkurveg.