sudurnes.net
Vilja að starfsfólk fái að gista í verbúðum í Grindavík - Local Sudurnes
Framkvæmdastjórar fiskvinnslufyrirtækjanna Vísis og Þorbjarnar í Grindavík vilja að starfsfólk þeirra fái að dvelja og gista í verbúðum í bænum. Aðallega er um að ræða erlent vinnuafl fyrirtækjanna. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta, en þar segja báðir framkvæmdastjórar að verbúðir fyrirtækjanna séu vel staðsettar, við Hafnargötu, með tilliti til flóttaleiða. Þá kemur fram að þeir og starfsfólkið, sem sumt er staðsett á Suðurlandinu, telji að það geti beinlínis verið hættulegt að aka þetta langa leið til vinnu yfir vetrartímann. Þá benda framkvæmdastjórarnir á að um sé að ræða fólk sem ekki er með börn auk þess sem það væri hægt að hafa vakt á nóttinni ef það þyrfti að rýma í skyndingu. Meira frá SuðurnesjumSpá stormi síðdegis – Akstursskilyrði á Reykjanesbraut geta orðið varasömGóðkunningjar lögreglu teknir með mikið magn af meintu þýfiRænulítill með fíkniefni í vettlingiLangt komnir með viðgerðir á NesvegiHvasst á brautinni – Reykjavíkurstrætó stopparFólk gangi ekki að gosstöðvunumFrumleg fjáröflun Njarðvíkinga – Selja veiðileyfi “með öllu” í Laxá í AðaldalFá vitneskju um komu flóttafólks til Reykjanesbæjar í gegnum strætókerfiðVara við akstri á ReykjanesbrautMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í Njarðvíkurhöfn