sudurnes.net
Vilhjálmur með slaka mætingu á nefndafundi - Local Sudurnes
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var sá þingmaður sem var með einna slökustu mætingu á fundi fastanefnda Alþingis síðasta vetur. Það var blaðamaður DV sem tók mætingartölurnar saman og samkvæmt þeim mætti Vilhjálmur á 52 fundi af 76 sem haldnir voru í tveimur nefndum sem hann á sæti í, Velferðarnefnd og Allsherjar- og menntamálanefnd. Í umfjöllun DV um mætingar á fundi kemur einnig fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks hafi verið með flotta mætingu, en hann mætti á vel yfir 90% þeirra funda sem hann var boðaður á í fastanefndum Alþingis. Það geta verið ýmsar skýringar á misjöfnum mætingum þingmanna á fundi á vegum Alþingis, meðal annars geta þingmenn verið í mismörgum nefndum og nefndarfundir geta verið á sama tíma. Meira frá SuðurnesjumÁkærður fyrir að aka á 192 km hraða undir áhrifum amfetamínsHeiðarskóli tók gullið og Holtaskóli silfrið í SkólahreystiNjarðvík vann grannaslaginn – Keflavík lagði SkallagrímEnginn áhugi á að sænga hjá SuðurnesjafólkiOddur V. Gíslason fór í langferð eftir rannsóknardufliStærsti skjálftinn í hrinunni til þessaRannsaka upplýsingaleka lögreglunnar á Suðurnesjum til blaðamannsÍbúðir á 20 milljónir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu – Sjáðu muninn!Öngþveiti og æsingur á Keflavíkurflugvelli vegna ParísarflugsDV birtir falskar fréttir og notast við falsaðar ljósmyndir