Nýjast á Local Suðurnes

Viðvörun frá Veðurstofu: Mikill vindur og snjókoma á morgun

Veðurstofan hefur sent frá sér stormviðvörun fyrir morgundaginn, bú­ist er við stormi á Suður- og Vest­ur­landi á morg­un og tals­verðri eða mik­ill i úr­komu suðaust­an­lands. Í dag er hinsvegar spáð fínu veðri Suðvestanlands en smá élj­um aust­an­lands en ann­ars yf­ir­leitt bjartviðri.

Á morgun má síðan búast við Suðaust­an 10-18 m/​s og snjó­komu eða slyddu suðvest­an- og vest­an­lands upp úr miðnætti en 15-23 m/s og rign­ing eða slydda seint í nótt. Læg­ir mikið vest­an­til á land­inu und­ir kvöld á morg­un og fer yfir í snjó­komu.