sudurnes.net
Verslanir og veitingastaðir laga sig að breyttum aðstæðum - Meira um heimsendingar og take away - Local Sudurnes
Verslanir og veitingastaðir á Suðurnesjum laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu og hafa aukið þjónustu sína á þann veg að veitingastaðir bjóða í auknum mæli upp á heimsendingar eða take away og verslanir upp á rýmri opnunartíma fyrir viðkvæmari hópa og eldra fólk. Nokkrar verslanir Samkaupa og verslun Bónus á Fitjum opna til að mynda fyrr á daginn fyrir viðkvæma hópa og eldri borgara og verslunin Kostur tekur við pöntunum sem afgreiddar eru út í bíl til viðskiptavina, óski þeir þess. Nokkrir veitingastaðir sem áður buðu ekki upp á heimsendingarþjónustu gera svo nú, þar má til að mynda nefna Issi Fish & Chips, Orange, Thai Keflavík og KEF Restaurant. Þá býður veitingastaðurinn Library upp á take away þjónustu og sömu sögu er að segja af Réttinum, sem hefur lokað matsalnum, en býður upp á heimilismat í hádeginu sem afgreiddur er í bökkum. Tjarnargrill í Innri Njarðvík afgreiðir nú mat eingöngu um bílalúgu, en þar er hægt að panta í gegnum síma og sækja í lúguna. Sömu sögu er að segja af Doddagrill í Garði, þar er nú eingöngu afgreitt í gegnum lúgu og viðskiptavinum er bent á að panta í gegnum síma og sækja svo. Þá býður söluturninn Ungó [...]