sudurnes.net
Verkfærum að verðmæti um 700 þúsund krónur stolið í innbroti - Local Sudurnes
Tvö þjófnaðarmál og innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í fyrradag var tilkynnt um mann sem hafði stungið varningi í verslun í bakpoka sinn og var kominn fram hjá afgreiðslukössunum þegar hann var stöðvaður. Í bakpokanum reyndust vera kjúklingur, lambalæri og sælgæti að andvirði á sjöunda þúsund kr. Þá var tilkynnt um stuld á JBL hátalara úr verslun í Keflavík. Loks var brotist inn í húsnæði á Ásbrú og þaðan stolið verkfærum að verðmæti um 700 þúsund krónur. Lögregla rannsakar málin. Meira frá SuðurnesjumBjörguðu erlendum ræðara í leiðindabræluÓvenju mörg þjófnaðarmál – Dýrum tækjum stoliðStöðvaður á leið til Grænlands með 700 grömm af hassiSjö Suðurnesjalið á fullri ferð í bikarviku – Allt um Geysisbikarinn hér!Um 700 umsagnir um veggjaldaáætlun – 93% andvíg áætluninniTvö þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Reykjanesbæjar vegna kísilveraFræsa og malbika tvær akreinar á Reykjanesbraut – Lokanir og lítilsháttar tafirHundruð milljóna króna tekjuaukning vegna rútuferðaGlaður vinningshafi – Kaupir sér reglulega Víkingalottómiða á BásnumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í Njarðvíkurhöfn