sudurnes.net
Verð í sund hækkar fyrir fullorðna - Óbreytt verð fyrir börn - Local Sudurnes
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hefur lagt til að stakt gjald fullorðinna í sund verði hækkað úr 570 krónum í 700 kr. frá og með 1. janúar 2016. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins frá 1. desember síðastliðnum. Um leið haldast sundkort óbreytt í verði ásamt öllum gjöldum fyrir börn í laugarnar, það mun því enn verða ókeypis fyrir börn að 10 ára aldri og kosta 150 krónur fyrir 10-15 ára. Þá kemur fram í bókun ráðsins að hagstæðast verði að kaupa 30 miða kort sem muni kosta 8.965 sem gerir 298 krónur fyrir sundferðina. Árskortið hækkar um 750 krónur og verður á 25.750 krónur. Þessar hækkanir eru þó háðar samþykki bæjarstjórnar sem tekur málið til afgreiðslu á fundi þann 15. desember. Meira frá SuðurnesjumTruflun á umferð og strætóferðumBjóða út lagningu á fráveitu í HelguvíkurhöfnLeiðrétta laun framkvæmdastjóra 19 mánuði aftur í tímann – Fær yfir 1,2 milljónir á mánuðiMun færri þiggja fjárhagsaðstoð frá ReykjanesbæHefja gjaldtöku á hleðslustöðvum fyrir rafbílaBreytingar á afslætti fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegaSkert skólastarf á morgun vegna kjaradeiluÞrír farþegar Air Berlin urðu eftir á Íslandi – Skulda umtalsverðar upphæðir130 milljónir í aðkeypta ráðgjöf vegna viðræðna við kröfuhafaReykjaneshöfn óskar eftir lengri greiðslufresti – Fasteign hefur veitt Reykjanesbæ fresti