Nýjast á Local Suðurnes

Vélarvana línubátur suður af Grindavík

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er nú að búa sig til farar til að sækja vélarvana bát sem staddur er um 30 sjómílur suður af Grindavík.

Fram kemur á heimasíðu Landsbjargar að veður sé gott á svæðinu og að ekki sé talin vera hætta á ferðum fyrir skipverja. Búist er við að það taki björgunarskipið um tvær klukkustundir að sigla á staðinn og fjórar klukkustundir að draga vélarvana skipið til hafnar.