sudurnes.net
Vélarvana í togi á leið til Njarðvíkur - Local Sudurnes
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði var kallað út á sjötta tímanum í dag þegar tilkynning barst um vélarvana bát við innsiglinguna í Sandgerðishöfn. Tveir skipverjar eru um borð. Bjargir voru því kallaðar út á fyrsta forgangi en fljótlega kom í ljós að bilaði báturinn var um sjómílu utar og því ekki eins mikil hætta á ferðum og fyrst var talið. Nærstaddur bátur var fyrstur á staðinn og reyndi að koma taug á milli en tókst ekki. Um hálfri klukkustund eftir að útkallið barst var björgunarskipið komið með vélarvana bátinn í tog og siglir nú með hann til hafnar í Njarðvík. Gert er ráð fyrir að björgunarskipið komi til Njarðvíkur um klukkan 22 í kvöld. Meira frá SuðurnesjumMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnRagnar yfirgefur NjarðvíkingaLeggja niður ferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Ak­ur­eyr­arÓopnuðum jólapökkum stolið í innbrotiFlugfarþegar fluttir á HSS vegna veikindaBreytt akstursleið strætó vegna framkvæmdaTveimur mönnum bjargað úr sjó við LeiruBjörgunarsveitin Þorbjörn tekur þátt í leit að manni á vestfjörðumÍ sóttkví um borð í bát í Grindavíkurhöfn vegna covidsmitsEngin áramótabrenna í ár