Nýjast á Local Suðurnes

Vel gekk að slökkva eld við höfnina í Keflavík

Eldur kom upp í gömlu saltgeymslunni við höfnina í Keflavík í seinni part dags í gær. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan fimm síðdegis og gekk slökkvistarf greiðlega, en búið var að ráða niðurlögum eldsins og reykræsta húsið um klukkustund síðar, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja.

Eldurinn kom upp í einangrun í lofti og barst mikill reykur frá húsinu, samkvæmt vef RÚV.