Nýjast á Local Suðurnes

Veitir innsýn í sjúptengsl fjölskyldna – “Allir þurfa að finna sinn stað og hlutverk innan fjölskyldunnar”

Þann 16. nóvember næstkomandi mun Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna fjalla og fræða um stjúptengsl en hún starfar meðal annars fyrir Félagi Stjúpfjölskyldna. Fræðslan fer fram í barnahorni Bókasafns Reykjanesbæjar og hefst klukkan 11. Í tilkynningu frá Bókasafninu segir að fjölskyldugerðir verði sífellt fjölbreyttari og þurfa allir að finna sinn stað og hlutverk innan fjölskyldunnar og mun Valgerður veita innsýn í sjúptengsl fjölskyldna.

Allir foreldrar eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir en hópurinn hittist í barnahorni safnsins.

Boðið er upp á kaffi og te.