sudurnes.net
Veita styrki í tengslum við Jólagarðinn - Local Sudurnes
Reykjanesbær mun í ár hleypa af stokkunum nýju verkefni sem fengið hefur heitið Jólagarðurinn. Verkefnið mun leysi af hólmi tendrun ljósanna á vinabæjartrénu frá Kristiansand en nú hefur formlegt vinabæjarsamstarf verið aflagt. Í tengslum við Jólagarðinn gefst áhugasömum kostur á að sækja um styrki til viðburða eða verkefna á aðventunni. Verkefnin gætu t.d. verið uppákomur eða afþreying í Jólagarðinum og geta styrkirnir hentað vel félagasamtökum í fjáröflun eða öðrum þeim sem vilja hrinda skemmtilegum hugmyndum í framkvæmd. Hægt verður að sækja um styrki á vef Reykjanesbæjar frá 10.-20.nóvember og eru allir sem luma á skemmtilegum hugmyndum hvattir til að sækja um. Meira frá SuðurnesjumGóður árangur náðst í meðferð heimilisofbeldismálaMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnÞorbjörn semur um smíði á ísfisktogaraGentle Giants skuldlausir við Reykjaneshöfn – “Óheiðarleiki af verstu sort”Einn vinsælasti veitingastaður Suðurnesja til söluAð verða lúin í baráttunni við kísilverin – Vantar 500 undirskriftir til að knýja fram kosninguSamdráttur í Fríhöfninni gæti skaðað birgja og smásalaLokað fyrir kalt vatn vegna framkvæmda – Hér eru nokkur góð ráð í vatnsleysiForstjóri Gentle Giants: “Erum skuldlaus við Reykjanesbæ með öllu”Sláttur hafinn á opnum svæðum – Íbúar fjarlægi fellihýsi